Agnar lauk grunnnámi í mannfræði við Háskóla Íslands 1992 og meistaranámi 1995. Hann hlaut síðan aðra meistaragráðu í líffræðilegri mannfræði frá háskólanum í Cambridge árið 1996 og D.Phil. (PhD) gráðu í sömu grein frá háskólanum í Oxford árið 2001. Agnar hóf störf hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2000 og hefur auk þess verið prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands frá 2007. Rannsóknir hans beinast að því að skilja hvernig þróunarkraftar stökkbreytinga, fólksflutninga, genaflökts og náttúruvals hafa mótað erfðamengi Íslendinga og annarra mannhópa. Sérstök áhersla í þessum rannsóknum hefur beinst að því að skilja hvernig slík þróun hefur áhrif á, og nýtist í rannsóknum á, sjúkdómum og öðrum líffræðilegum breytileika mannfólks. Agnar er höfundur á yfir 100 greinum í mörgum virtustu vísindatímaritum heims á sviði erfðarannsókna og mannfræði.
Ragnheiður er fæðingalæknir við Kvenna- og barnasvið Landspítala og lektor við Læknadeild Háskóla Íslands. Hún hefur langa reynslu af burðarmálsrýni ( perinatal audit) og stundar nú rannsóknir á orsökum andvanafæðinga meðfram klínísku starfi og kennslu.
Sérfræðingur í barnameinafræði, og stjórnandi krufningasviðs, Ruffolo, Hooper & Associates, Department of Pathology, Tampa General Hospital, Tampa, FL, 33606, USA, frá 2009. Hlutastarf sem sérfræðingur í barnameinafræði við rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, Hringbraut.
Viðurkenndur sérfræðingur í vefjameinafræði og réttarmeinafræði í Bandaríkjunum og Íslandi, og í barnameinafræði í Bandaríkjunum. Einn af höfundum fræðibókar um barna- og fósturkrufningar (Gilbert-Barness E, Spicer D, Steffensen TS: Handbook of Pediatric Autopsy Pathology, 2nd ed., Springer, New York, 2014. ), og birt fjölmargar greinar í fræðitímaritum, haldið fyrirlestra á þingum, og kennt ýmsum starfstéttum um fóstur og fylgjur.
1974 Biochemistry and Physiology BSc (1 st class honours), King’s College, London University.
1978 Medicine, MBBS, King’s College Hospital, London University.
1984 Obstetrics and Gynaecology, MRCOG.
Present post
1992-: Professor of Fetal Medicine, King’s College, London University.
Director Harris Birthright Research Centre for Fetal Medicine, King’s College Hospital.
Awards:
Scientific Activities:
Professional Activities:
Karin Pettersson, senior consultant and associate professor in obstetrics. She is the head of Medical area Pregnancy and delivery at Karolinska University Hospital, Huddinge. She defended her thesis “Diagnostic evaluation of fetal death with special references to intrauterine infections” 2002. Her main research area includes Intrauterine fetal death and Infections during pregnancy.
Svandís Edda er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún á fjögur börn, Ylfu Hrund fædda 2010, Gunnar Snæ fæddan 2014, Heiðar Örn fæddan andvana 2017 eftir 25 vikna meðgöngu og Erni Karl fæddan 2018
Dagbjört Eiríksdóttir sinnir sálgæslu á barna - og kvennasviði Landspítalans. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ árið 2000 og starfaði sem grunnskólakennari. Útskrifaðist úr djáknafræðum frá Háskóla Íslands árið 2017. Þaðan lá leiðin til Florida, USA í sálgæslufræði, CPE (Clinical Pastoral Education) á Tampa General Hospita, þar sem hún starfað á barna- og kvennasviði, útskriftaðist árið 2020. Nám í faghandleiðslu og handleiðslutækni frá HÍ, útskrifuð faghandleiðari árið 2022, er meðlimur í Handleiðslufélagi Íslands.
Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð og einnig útskrifast sem markþjálfi. Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu gengin 21 viku árið 2002. Tíu árum síðar árið 2012 missti hún eiginmann sinn úr heilaæxli. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt öðru góðu fólki og var þar formaður fyrstu 6 árin. Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar en gegnir nú starfi framkvæmdastjóra.
Helga Sól Ólafsdóttir hefur starfa sem félagsráðgjafi í tæp 25 ár. Hún lauk doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá Gautaborg árið 2012 og hefur stundað rannsóknir sem beinast af frjósemi, ófrjósemi og erfiðum ákvarðanatökum í sambandi við barneignir. Síðastliðin 10 ár hefur hún starfa á kvenna- og barnasviði Landspítalans og síðustu ár sem verkefnastjóri félagsráðgjafa á því sviði. Hún hefur sinnt foreldrum á meðgöngu og við missir, þá sérstaklega þegar greinast frávik við fósturgreiningu.
Arna útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2014 og sem ljósmóðir árið 2016. Hún er þriggja barna móðir, Ingimundur Helgi fæddur árið 2012, Ástrós Huld fædd árið 2017 og Mikael Nói sem hún missti eftir 21 vikna meðgöngu í júní árið 2022.
Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir. Útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1999. Hóf störf á Barnaspítala Hringsins 2000 sem deildarlæknir. Fluttist til Malmö í Svíþjóð 2004 og var þar í sérnámi, fyrst í barnalækningum en svo í nýburalækningum. Útskrifaðist sem nýburalæknir 2007. Starfaði sem slíkur í Lundi til ársins 2015 en hóf þá störf á Vökudeild þar sem ég starfa nú. Lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Lundi 2014. Hef haft sérstakan áhuga á siðfræði og hvernig hún fléttast inn í starfið á nýburadeild og var um 5 ára skeið í siðfræðinefnd Barnaspítalans í Lundi.
Sigríður María Atladóttir hjúkrunarfræðingur. Útskrifaðist með BS í hjúkrunarfræði frá HÍ 2004 og með MS próf í barnahjúkrun 2017. Hefur starfað á Vökudeild nýbura- og ungbarnagjörgæslu frá árinu 2004. Tók við stöðu aðstoðardeildarstjóra 2016 og hefur starfað sem deildarstjóri á Vökudeild, síðan 2019.
Erindið okkar ber heitið „ … og lítil börn, sem aldrei verða menn“ sem er vísun í texta Davíðs Stefánssonar Við þökkum fyrir að fá að koma með innlegg á þessa ráðstefnu og langar að segja frá því hverjir það eru sem deyja á Vökudeildinni eða á fyrstu dögum og vikum lífs síns. Þetta eru einstaklingar sem snerta hjörtu okkar svo djúpt og þau þau staldri stutt við hjá okkur þá munum við hvert og eitt þeirra og hvað þau kenndu okkur. Við viljum deila með ykkur hvernig við nálgumst meðferð þessara barna og fjölskyldna og hvernig við viljum gera betur.
info@islandsmot.is
Sími: 575 9900